Leita í fréttum mbl.is

Íslenska helgimyndin af hryðjuverkamanninum Ismail Haniyeh

Eins og fleiri hef ég verið á ferðinni í dag og heyrt af og til glefsur úr fréttatímum fjölmiðlanna m.a. RÚV þar sem dreginn hefur verið upp hálfgerð helgimynd af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Hamas, Ismail Haniyeh. Leiðtogi Hamas sem féll í loftárás Ísraela er kynntur til leiks af of mörgum íslenskum fjölmiðlum sem einkar kurteis og góður maður og hann jafnvel sagður vera boðberi friðar í Miðausturlöndum! 

Það var því ákveðið stílbrot og léttir að sjá viðtal blaðamannsins Hermanns Nökkva við Svein Rúnar Hauksson þar sem læknirinn er spurður nokkurra gagnrýnna spurninga um fallinn leiðtoga Hamas. 

Nú er það svo að burt séð frá voðaverkunum sem framin voru þann 7. október í Ísrael sem mannvinurinn Sveinn Rúnar lítur á sem réttlætanlega aðgerð í frelsisbaráttu, þá verður seint sagt um stjórnarhætti Hamas að þeir geti talist góðir á nokkurn mælikvarða.  Arabískir pólitískir andstæðingar hafa verið teknir af lífi, alið hefur verið á skefjalausu hatri á nágrönnum og brotið á mannréttindum m.a. með ofsóknum gegn samkynhneigðum. 

 

 


mbl.is „Sorg að þessi góði maður“ hafi verið drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband