Leita í fréttum mbl.is

Skýringar Jens Garðars og Biblían

Skýringar á sveiflum og minnkandi veiði í íslenskum laxveiðiám taka á sig æ undarlegari mynd.  

Sumir "fiskifræðingar" hafa beitt fyrir sig hálfgerðum Biblíuskýringum á sveiflum í veiði þ.e. í stað 7 ára tímabila Biblíunnar er komið fram með kenningu um 5 mögur ár sem síðan leiða af sér 5 feit laxveiðiár. 

Jens Garðar fyrrum stjórnarformaður SFS stekkur hér fram með stórundarlega kenningu um að það eigi sér stað einhver stórtæk ofveiði í íslenskum laxveiðiám.  Þessi kenning Jens Garðars er furðulegri en Biblíukenningarnar þar sem í meira mæli en áður tíðkast það hálfgerða dýraníð að veiða og sleppa hrygningarfiski. Í öðru lagi sýna allar athuganir fram á að enginn skortur er á laxaseiðum í ánum og ýmislegt bendir jafnvel  þess að árnar séu ofsetnar af seiðum.

Hvers vegna er Jens Garðar að ala á ofveiðigrýlunni?  


mbl.is Segir hnignunina ekki tengjast sjókvíaeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband