Leita í fréttum mbl.is

Loðnan veiðist ekki ef ekki má veiða

Nú skal það tekið fram að ég er ekki á móti hvalveiðum þ.e. ef veiðarnar fara fram með mannúðlegum hætti. Það er hins vegar útilokað að kenna stækkandi hvalastofnum um að veiðin á loðnu hafi dregist gríðarlega saman. Það liggur fyrir að "endurbætt" ráðgjöf Hafró hefur ítrekað leitt til aflabrests sjá hér

 

loðnuveiðar á Íslandi frá upphafi

 

 Málið er að það tekur stórhveli   hátt í áratug að verða   kynþroska   og kýrnar bera ekki nema um þriðja   hvert ár eftir það. Það er því   augljóst að mjög hægfara breyting á   stærð hvalastofna sem vissulega eru   stórtækir afræningjar getur ekki skýrt þá hörmungaveiði sem hefur verið á loðnu frá aldamótum sjá mynd.  

Nærtækara er að leita skýringa á minni veiði, í aukinni samkeppni og afráni annarra fiska. Fiskarnir sjálfir eru miklu mun stærri affallaþáttur en þáttur mannsins og það sem fer ofan í hvalinn. 

Þessi staða sem uppi hvað varðar útlit loðnuveiða ætti að verða uppspretta uppbyggilegrar umræðu um ráðgjöfina sem greinilega þarf að endurskoða.

Ef fiskistofn er álitin vera 1 milljón tonn þá er ekki ólíklegt að hann éti um 3% af þyngd sinni á dag eða 30 þús tonn á dag eða um þrefaldan afla þess sem strandveiðibátar komu með að landi á vertíðinni.

Nú er hægt að fara í ýmsa reikninga hvað þetta eru margar milljónir eða tugir milljóna tonna á ári, en aðalatriðið er að ef ef dregið er úr veiðum þá safnast enginn lífmassi upp í hafinu.


mbl.is Tímabært að rannsaka afrán hvala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband