Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenning og ómenning

Umræðan um útlendingamál er eðlilega talsverð í íslensku samfélagi, þar sem fimmti hver íbúi landsins er ekki fæddur á Íslandi. Hröð fjölgun útlendinga í landinu hefur sett þrýsting á innviði landsins og sérstaklega er staðan mikil áskorun fyrir menntakerfið. 

Engu að síður þá er umræðan á RÚV ofl. fjölmiðlum mjög skilyrt og gengur sú þula alla jafnan út á að;

a) fjölmenning sé alltaf af hinu góða,

b) innflutningur á vinnuafli skapi hagvöxt,

c) þjóðin sé skuldbundin að taka við öllum hælisleitendum.

Aldrei er góðmennsku-þulan studd með gögnum og jafnan reynt að fegra þá myndina ef einhver skuggi ber á.

Umræðan um þennan mikilvæga málaflokk er orðin bæði opnari og málefnalegri í nágrannaríkjunum. Í Danmörku vakti ráðherra jafnaðarmanna athygli á því að ómenning og glæpir fylgja innflytjendum og afkomendum þeirra í miklu meira mæli frá ákveðnum svæðum en öðrum. 

Endurskoðunin með bresku fjárlögunum OBR hefur komist að þeirri niðurstöðu að ófaglærðir innflytjendur kosta breskan ríkissjóð mun hærri upphæð en þeir greiða í sjóðinn. Um það leyti sem þeir komast á eftirlaun þá hefur breska ríkið greitt með þeim upphæð sem nemur um 27 milljónum kr á mann.

Það er rétt sem Inga Sæland segir Ísland er orðið uppselt fyrir hælisleitendum. Okkur ber ekki skylda að taka við fleirum - Ekki frekar en Pólverjar sem eru búnir að loka sínum landamærum.

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 16. október 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband