Leita í fréttum mbl.is

Bjarni og brennivínsmálin

Það sem stakk mig var að formaður Sjálfstæðisflokksins lagði áherslu á brennivínsmálin í ákalli í Morgunblaðinu til þjóðarinnar um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.  Hann gerir það með þeim orðum - "hverfa frá þeirri hugs­ana­villu að rík­is­starfs­menn ein­ir geti  - af­greitt lög­leg­ar neyslu­vör­ur"

Nú er ég sammála því að rétt sé að endurskoða einkaleyfi á sölu áfengis, en það þarf að gerast með því að breyta löggjöfinni. Sú aðferð sem Bjarni beitti sem fjármálaráðherra að fara ekki að skýrum ákvæðum laga, grefur undan réttarríkinu og borgaralegum gildum.   

Í Silfrinu með leiðtogum stjórnmálaflokkanna mátti skilja á orðum núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins að hann væri boðberi aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi, þegar raunin er sú að flokkurinn hefur verið þröskuldur greinarinnar.

Fyrst má nefna að Bjarni hefur barist gegn því að fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði, þannig að sú fiskvinnsla sem getur gert mestu verðmætin úr hráefninu fái fiskinn til vinnslu.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mátt heyra á þetta minnst og hefur viðhaldið klíku - ríkisverðlagningu á fiski, til hagsbóta fyrir örfáar stórútgerðir.  Það sem meira er að flokkurinn ákvað í vor að fara gegn neytendum með því að leyfa einokun á kjötmarkaði!

Í öðru lagi þá hefur miklu  frekar lagt stein í götu dagróðrabáta en hitt, þrátt fyrir að það sé borðleggjandi að dagróðrabátar skili mun verðmætari fiski á land en togarar.

Í þriðja lagi þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn kæft alla gagnrýna umræðu um fiskveiðiráðgjöfina sem hefur skilað mun minni afla í öllum tegundum í kjölfar þess að þær hafa verið kvótasettar.

Það er stórmerkilegt að Samfylkingin og Miðflokkurinn eru á sama báti og Sjálfstæðisflokkurinn í sjávarútvegsmálum - Vissulega vill Kristrún skattleggja mun meira en ekki breyta einokunarkerfinu í neinu.


Bloggfærslur 15. október 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband