Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn staðnar og missir traust

Nú er komið á daginn að Bjarni Ben. krafðist þingrofs og nýrra kosninga án nokkur samráðs eða samtals við samstarfsflokka sem hann hefur starfað með sl. 2 kjörtímabil. Eðlilegra hefði verið fyrir ábyrgan forsætisráðherra að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og hafa síðan samráð við þingið um framhald málsins.
 
Mögulega hefur Bjarni Ben skorað einhver stig hjá þeim eru komnir með annan fótinn í Miðflokkinn, en á móti kemur að hann rýrir verulega traustið á Sjálfstæðisflokknum sem ábyrgu og eftirsóknaverðu stjórnmálaafli til samstarfs að loknum næstu kosningum.
Með þessum tuddagangi gengur hann ekki aðeins yfir samstarfslokka sem hafa þurft að þola vandræðamál formanns Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu m.a. Bankasýslu-vinina, nætursöluna á Íslandsbanka og Lindarhvolsspillinguna, heldur setur Bjarni nýkjörinn forseta í erfiða stöðu.
 
Á hinn bóginn þá er ávinningur Bjarna af bægslaganginum sá að hann leiðir flokkinn með óbreytta forystu inn í næstu kosningar og kemst þannig hjá erfiðri umræðu á landsfundi.    
      
 
 
 

Bloggfærslur 14. október 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband