Leita í fréttum mbl.is

Hálfkák og hókus pókus barnamálaráðherra

Stefna hlýtur að felast í því að stjórnvöld séu með skýra áætlun, en fréttir af Menntaþingi bera með sér að svo sé alls ekki.
Það lítur verulega illa út hjá barnamálaráðherra að vera með 20 ómótaðar aðgerðir um hvert eigi að fara og hvernig á að nálgast óljóst markmið.
Ekki er það gert með einhverju samtali um allt og ekkert og hvað þá með ófullmótuðum gagnagrunninum Frigg sem verður lítið annað fyrsta kastið en samantekt á nemendaskrám fyrir megnið af skólum landsins.
 
Vissulega hefur ráðherra lagt niður eina stofnun Menntamálastofnun og búið til aðra með langa nafninu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Að sögn ráðherra er betra andrúmsloft á þeirri með langa nafninu en það er ekki hægt að búast við aukinni; samhæfni, skilvirkni og betri yfirsýnar, aðeins vegna þess að stofnunin er ný. 
Sérstaklega á það við nú þegar ekki virðist vera óljóst um hvert skuli stefna og sá grunnur sem átti að tryggja hókus pókus árangur inn í skólastofunni er enn  á frumstigi.
         
 

mbl.is Tíu mánaða bið, tuttugu „aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband