Leita í fréttum mbl.is

Snúið út úr áliti umboðsmanns

Álit umboðsmanns Alþingis er skýrt, matvælaráðherra braut lög og fór á svig við stjórnarskrá Íslands sem hún hefur svarið eið að. Það sem er ekki síður alvarlegt við málið er að matvælaráðherra gerði það í samráði og með stuðningi forsætisráðherra.  Stuðningur forsætisráðherra við lögbrotin er stórundarlegur í ljósi þess að eitt af yfirlýstum markmiðum hennar með myndun ríkisstjórnarinnar var að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni. 

Álit umboðsmanns snýst ekki um að matvælaráðherra hefði getað gert heldur betur í starfi eins og ráðherra gefur í skyn, heldur að hún hafi þverbrotið stjórnsýslulög.

Matvælaráðherra hefur hingað til réttlætt lögbrotin með skringilegum hætti á borð við að lögin hafi verið úrelt og komin til ára sinna, þó svo brotin snúi fyrst og fremst að meginreglum stjórnsýslunnar þ.e. lögum nr. 37/1993.  Hún yfirtrompar fyrri skýringar með þeirri barnalegu röksemdafærslu að halda því fram að í áliti umboðsmanns Alþingis, feli ekki í sér nein tilmæli um úrbætur. 

Á umboðsmaður virkilega að þurfa að stafa það ofan í ráðherra að hætta að brjóta lög?

Ef matvælaráðherra vill sýna lýðræðissamfélaginu virðingu í verki þá gerir hún það með því að segja af sér, en ekki með því að snúa út úr áliti umboðsmanns.

 

 

 


mbl.is Gefur ekki tilefni til sérstakra viðbragða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband