Leita í fréttum mbl.is

Jóhönnu var illa við skötuselinn

Nú er Jóhanna Sigurðardóttir á lokaspretti sem forsætisráðherra og virðist hún nýta hann til þess að ætla að festa í sessi og njörva niður ónýtt kvótakerfi í sjávarútvegi sem brýtur í bága álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Á meðan Jón Bjarnason var í sjávarútvegsráðuneytinu voru stigin örfá og stutt skref í þá átt að færa kerfið í átt að jafnræðis. Eitt af þessum málum var að ríkið leigði skötuselskvótann beint, í stað þess að fiskurinn færi sjálfkrafa til nokkurra aðila endurgjaldslaust sem leigðu hann áfram dýrum dómum.  Umræddir handhafar kvótans eru nær allir útgerðarmenn við suðurströndina, þar sem að skötuselurinn veiddist eingöngu, þegar fiskurinn var settur inn í kvótakerfið.  Með hlýnandi sjó fór fiskurinn að ganga í meira mæli vestur og norður fyrir landið og urðu sjómenn þá fyrir vestan og norðan sjálfkrafa leiguliðar nokkurra útgerða á Suðurlandi.

Á bak við tjöldin gekk Jóhanna Sigurðardóttir í lið með LÍÚ í og barðist á móti skötuselsmálinu en opinberlega þá skreytti hún sig með því enda var allur þorri almennings mjög fylgjandi að jafnræði ríkti og fá rök fyrir sérgæsku Fjórflokksins við sérhagsmuni fárra.

Með frumvarpinu og viðsnúningi í skötuselsfrumvarpinu er Jóhanna Sigurðardóttir að sýna þjóðinni sitt rétta andlit.   

 


mbl.is Ákvæði um skötusel fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband