Leita í fréttum mbl.is

Vill Jóhannna Sigurðardóttir láta gott af sér leiða?

Á fundi í Grasrótarmiðstöðinni mun ég fjalla um ný frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða. Með þeim er verið að festa í sessi óréttlátt kerfi sem hefur reynst afar illa. Kerfið sem "Norræna Velferðarstjórnin" vill festa í sessi kemur beint úr hugmyndasmiðju útópískri hagfræðistefnu nýfrjálshyggjunnar.

Það er búið að reyna kerfið síðustu áratugina og er niðurstaðan einfaldlega hræðileg og eru afleiðingarnar m.a.:  minni afli, aukinn eftirlitskostnaður, skuldsetning og svindl.

Í stað þess að vera að böðlast með alvond frumvörp í gegnum þingið sem margir stjórnarþingmenn hafa miklar efasemdir um, þá gæti hún auðveldlega komið með einfaldar breytingar á stjórn fiskveiða sem efldu strax hag þjóðarinnar.

Í fyrsta lagi að fiskur fari uppboðsmarkað en það myndi strax hækka tekjur sjómanna og hafna og leiða til aukinna skatttekna ríkisins.  Skilvirk og sanngjörn verðlagning á fiski yrði örugglega til þess að taka fyrir svindlið á gjaldeyrishöftunum sem Samherji er augljóslega að stunda. Með þessari aðferð er ekki hægt að segja að það sé verið að taka eitt né neitt af neinum heldu fá allir útgerðarmenn hæsta verð á hverjum tíma.

Í öðru lagi þá gæti ríkisstjórnin gefið handfæraveiðar alfrjálsar í sumar en það myndi örugglega lyfta brúninni á mörgum í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið.  Útilokað er að ætla að mögulegt sé að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með nokkrum krókum.

Í þriðja lagi þá þarf að fara yfir núverandi ráðgjöf og auka aflaheimildir og nota aukninguna til þess að vinda ofan af núnverandi kerfi.

Fundurinn í Grasrótarmiðstöðinni hefst kl: 13 þann 31. mars. 


Bloggfærslur 31. mars 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband