Leita í fréttum mbl.is

Stefnir í að örlög Ögmundar Jónassonar og Guðna Ágústssonar verði þau sömu

Guðni Ágústsson var vanur að vera ákaflega valtur í stuðningi sínum við sinn leiðtoga, hvort sem það var stuðningur við siðlaust kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar eða Íraksstríðið.

Alltaf þegar á reyndi, þá studdi Guðni sinn formann og fékk í staðinn að dingla eitthvað sem ráðherra og stjórna þorrablótum.

Nú virðist sem að Ögmundur Jónasson mannréttindaráðherra sé að lenda í sömu brjóstumkennanlegu stöðu og Guðni.

Ögmundur hefur andæft í flestum vondum málum sem ríkisstjórnin hefur ráðist í, hvort sem það hefur verið; AGS, Icesave eða þá að festa mannréttindabrot kvótakerfisins í sessi.

Alltaf þegar atkvæði Ögmundar hefur skipt sköpum, þá hefur Ögmundur hins vegar staðið með sínum foringja.

Nú stefnir í að sjálfur mannréttindaráðherrann ætli að festa mannréttindabrot kvótakerfisins í sessi og það næstu áratugina!

Ef að líkum lætur þá fer Ögmundur í sögubækurnar á sömu blaðsíðu Guðni sem gagnlegur samverkamaður misviturs leiðtoga, sem kom þjóð sinni illa.

Verðlaun Ögmundar eru vissulega ekki eins skemmtileg og að fara á þorrablót heldur að steyta hnefann framan í vélhjólagengi á meðan hann réttir sumum þeim sem sannarlega komu þjóðinni í koll, sérstök réttindi fram yfir aðra landsmenn.


Bloggfærslur 23. mars 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband