Leita í fréttum mbl.is

Kynþáttahyggja formanns SUS

Formaður SUS Davíð Þorláksson fór mikinn í morgunþætti Bylgjunnar, þar sem að hann mælti eindregið fyrir óbreyttu kvótakerfi og taldi réttlætanlegt að hunsa algerlega álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna!

Á formanni ungra Sjálfstæðismananna mátti skilja að helsta ástæðan fyrir því að hunsa ætti álitið væri sú að dómararnir sem hefðu dæmt sjómönnunum Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni í vil, hefðu m.a. verið frá þriðja heims ríkjum þar sem almennt ekki væri mark takandi á nokkrum manni þegar talið berst að flókinni lögfræði. Mér finnst þessi viðhorf Sjálfstæðismanna lýsa miklum fordómum. Í ljósi hrunsins og nýlegra stjórnarskrárbrota þingsins þar sem einungis þrír þingmenn greiddu atkvæði gegn ólögum þá finnst mér ungir sjálfstæðismenn ekki vera beinlínis í aðstöðu til þess að setja sjálfan sig á háan hest gagnvart hálærðu fulltrúum annarra þjóða.

Annað sem vakti athygli mína var sá misskilningur leiðtoga ungra sjálfstæðismanna að nær allur kvótinn hafi skipt um hendur á síðustu árum.  Það kom fram skýrt fram í fyrirlestri Péturs Pálssonar framkvæmdastjóra Vísis í Grandavík, á fundi SA fyrir ári síðan að 18 af 20 stærstu fyrirtækjum í sjávarútvegi væru eldri en 30 ára.  Ég er nokkuð viss um að ef smærri útgerðir eru teknar með í reikninginn þá fæst enn hærra hlutfall útgerða sem eru að stofni til eldri en kvótakerfið enda hefur kerfið verið harðlæst fyrir nýliðun.  

 

 


Bloggfærslur 21. febrúar 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband