Leita í fréttum mbl.is

Maðurinn sem virðir ekki álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna

Fyrir kosningar lofaði Ögmundur að virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi brot íslenskra stjórnvalda gagnvart 2 sjómönnum sem sóttu rétt sinn og greiða sjómönnunum bætur. Ögmundur gekk svo langt að flytja sérstak þingmál ásamt þingmönnum Frjálslynda flokksins þar sem lofað var sömuleiðis að breyta kvótakerfinu í átt til jafnræðis þegnanna.

Eftir að Ögmundur varð ráðherra, þá hefur hann varla virt umrædda sjómenn viðlits og er þögull sem gröfin um nauðsyn þess að tryggja jafnræði Íslendinga við nýtingu sameiginlegra auðlinda.

Mér finnst að Ögmundur ætti að sjá sóma sinn í því að sjá til þess að íslensk stjórnvöld hætti skipulögðum mannréttindabrotum áður en farið er að tala digurbarkalega um mannréttindi á alþjóðavettvangi og beina spjótum sínum að Aserum.


mbl.is Mannréttindi alltaf í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband