Leita í fréttum mbl.is

Bjánalegur þingmaður

Fáir ef nokkur hefur valdið undirstöðuatvinnugrein landsmanna, sjávarútveginum jafnmiklum skaða og Einar K.  Guðfinnsson

Einar K. Guðfinnsson kemur frá landshluta sem hefur farið mjög illa út úr kvótakerfinu og komst Einar K. á þing m.a. með því að gefa hátíðleg loforð fyrir kosningar að hann myndi ekki styðja ríkisstjórn sem ekki tæki kvótakerfið til róttækrar endurskoðunar.  Þetta sveik Einar Kristinn margoft þegar á reyndi.  Hann studdi með atkvæði sínu  á þingi að herða frekar á óstjórn kvótakerfisins s.s með því að setja handfæratrillur í kvóta og setja fleiri fisktegundir í kvóta.  Þessar aðgerðir komu Vestfjörðum og vel að merkja þjóðarbúinu öllu, afar illa.

Eftir að sú stefna var fullreynd árið 2008, að veiða minna til að geta veitt meira seinna, þá skar Einar K. Guðfinnsson niður aflaheimildir í þorski sem aldrei fyrr, eða niður í 130 þúsund tonn.  Niðurskurðurinn átti að gefa hraða uppbyggingu.  Allir vita sem vita mátti, að sú hraða aflaaukning sem Einar k. lofaði hefur ekki gengið eftir.

Það er nánast bjánalegt að horfa upp á þingmanninn Einar K Guðfinnsson halda nú uppi sérstökum áróðurþætti á ÍNN sjónvarpssöðinni fyrir kvótakerfinu sem skilar æ færri fiskum á land og brýtur þar að auki gegn jafnræði þegnanna. Einar K. Guðfinnsson þykist vera að beita sér fyrir upplýstri umræðu, en það blasir við öllum það er af og frá, enda gætir hann þess sérstaklega að hleypa engum að í áróðurþættinum sínum sem gæti varpað skugga á ónýtt kerfið s.s. fulltrúum frá Samtökum íslenskra fiskimanna eða fulltrúum Félags fiskframleiðenda s.s. Elínu B. Ragnarsdóttur.


Bloggfærslur 4. ágúst 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband