Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir ættu að grátbiðja fólk um að fara 110% leiðina

Frá hruni hafa stjórnvöld gengið undir bönkunum sem enn er stjórnað af kúlulánþegum og fyrrum hirðmönnum fjárglæframannanna sem settu landið á hausinn. 

Í nánu samráði við fjármálastofnanir, SA og svo undarlegt sem það nú er ASÍ einnig, bauð ríkisstjórnin  að koma á móts við skuldsett heimili, með svokallaðri "110 % leið".  Leiðin felur í sér að hægt sé afskrifa lán á ofveðsettum eignum, niður að 110% af söluandvirði eigna! Nú berast fréttir af því að bankarnir séu með eitthvert múður að ljúka samningum við viðskiptavini sína um niðurfærslu lána í samræmi við 110% leiðina. Ásrtæðan er þéttskrifað smáletur 110% leiðarinnar sem felur í sér fyrirvara sem allir eru bönkunum í hag.

Fyrirstaða lándrottnanna við að ljúka samningum við ofskuldsett heimili er æði undarleg, þar sem hagur  þeirra hlýtur að felast í að lántakendur haldi áfram að greiða af eignum sem þeir eiga í raun minna en ekkert í.  Vandséð er að verðtrygging og háir vextir geri lántakendum kleift að eignast nokkurn tíman nokkuð í eignunum.

Ef að lántakendur horfa ískalt á það reiknisdæmi sem ríkisstjórnin og bankarnir bjóða upp á, þá margborgar sig að hætta að greiða af lánum og búa eins lengi og kostur er í húsnæðinu.  Í stað þess að setja peningana inn í bankann, þá borgaði sig frekar að setja þá undir koddann.  Á hvorn veginn sem reiknisdæmið er gert upp, þá á eignast lántakandinn ekkert í húsnæðinu, en ef hætt er að greiða bankanum, þá á fólk a.m.k. það fé sem sett var undir koddann. 

110 leiðin er einkar hagfelld fyrir lánveitendur og eflaust ásættanlegur kostur fyrir þá lántakendur sem vilja ekki raska heimilishögum og fá í staðinn að búa húsnæði sem þeir eiga ekkert í og munu ekki eignast.

 


mbl.is Jóhanna vildi ekki afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband