Leita í fréttum mbl.is

Ánægja harðsoðinna flokkshesta með Guðmund Steingrímsson

Ekki hef ég orðið var við annað en þeir framsóknarmenn sem eru grænir í gegn séu mjög ánægðir með brotthlaup Guðmundar Steingrímssonar úr Framsókn, en þeir sjá fyrir sér að  ESB umræðan sem Halldór Ásgrímsson hóf í flokknum, verði slegin út af borðinu.  Ekki er ánægjan minni meðal andstæðinga Framsóknarflokksins og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en þeir sjá fyrir sér framhaldslíf stjórnarinnar og einhverja upplausn í Framsókn, einkum á Höfuðborgarsvæðinu. Lilja Mósesdóttir gladdist mjög við fréttirnar og það jafnvel þó svo að tíðindin fælu í  sér fleiri lífdaga stjórnar sem vinnur að hennar dómi gegn hag almennings. Það eru semsagt allir ánægðir nema mögulega Þráinn Bertelsson og skjólstæðingar hans í kvikmyndaskólanum.

Erfitt er að sjá á verkum Guðmundar Steingrímssonar á Alþingi Íslendinga hver málefnaleg sérstaða nýja flokksins verði en eina málið sem hann var fyrsti flutningsmaður á á síðasta þingi fyrir utan nokkrar fyrirspurnir snérist um að seinka klukkunni og fá bjartari morgna.


mbl.is Guðmundur úr framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband