Leita í fréttum mbl.is

Hver er þessi Gunnar Haraldsson hagfræðingur OECD?

Margir furða sig á því hvers vegna í ósköpunum Efnahags  og framfarastofnun Evrópu, OECD hafi stutt áframhaldandi mismunun og mannréttindabrot í undirstöðuatvinnugrein landsmanna og vitnað eingöngu í vitleysisútreikninga Daða Más Kristóferssonar og Ragnars Árnasonar.  Eflaust er ástæðan fyrir því sú að einn af höfundum skýrslunnar er Gunnar Haraldsson hagfræðingur.

ImageHandler.ashx (300×166) 

Gunnar Haraldsson fyrrum stjórnarformaður FME, var um áratugaskeið samverkamaður Ragnars Árnasonar prófessors og eiga þeir sameiginlega "heiðurinn" eða réttara sagt sökina á skýrslunni, Þjóðhagsleg áhrif alfareglunnar.  Umrædd aflaregla er hornsteinn reiknisfiskifræðinnar sem gengur í megin dráttum út á að veiða minna, til að geta veitt meira seinna og veiða fast ákveðið hlutfall af veiðistofni.  Frá því að aflareglan var tekin upp hefur botnfiskafli dregist saman frá því sem áður var. Þrátt fyrir gífurlegan samdrátt í veiðum þá er ekkert lát á því að fylgismenn reiknisfiskifræðinnar berji hausnum við steininn og haldi áfram að boða orðið sem gengur þvert á viðtekna vistfræði.  Framangreind skýrsla um þjóðhagsleg áhrif alfareglunnar var engin undantekning á því. Í henni er því haldið fram að árangur hafi náðst, en herða þyrfti á niðurskurði á veiðum og hætta um skeið þorskveiðum.  Það er engin spurning í mínum huga að umræddar aðferðir eru fyrir löngu fullreyndar enda ganga þær í berhögg við viðtekna líffræði.  Þær munu einfaldlega ekki ganga upp.

Annars er merkilegt að fylgjast með framgöngu RÚV í umfjöllun um fiskveiðikafla í skýrslu OECD. Þáttarstjórnendum í Síðdegisþætti þjóðarútvarpsins fannst við hæfi, að fá hlutlæga og fræðilega umfjöllun hjá Friðriki Má Baldurssyni, prófessor við HR.  

Í umfjöllun RÚV var sleppt að taka það fram að sá hlutlausi Friðrik Már Baldursson sat í þeirri nefnd sem ákvað að taka upp umrædda aflareglu, sem reynst hefur svo ákaflega illa. Hann var jafnframt fenginn sem varaformaður í nefnd sem hafði það að hlutverk að endurskoða eigin aflareglu, þegar ljóst var að vonir um aukinn afla höfðu brostið.  Einnig var hlaupið yfir þá staðreynd að Friðrik Már Baldursson, stjórnarformaður Hafró, skrifaði vafasama skýrslu ásamt Portes sem kostuð var af hrunaliðinu.  Niðurstaða skýrslunnar sem kom út skömmu fyrir algjört hrun fjármálakerfisins ,var sú að íslensku bankarnir stæðu traustum fótum!  Þess ber að geta að á sama tíma og Friðrik Már skrifaði skýrsluna sem olli þjóðarbúinu ómældum skaða, þá gegndi hann stöðu prófessors við HÍ með fulltingi Kaupþings, eins og það var orðað.

Mér finnst sem að bitur reynslan ætti að kenna þjóðinni að nóg sé komið af því að hagfræðingar séu að reikna út vöxt og viðgang dýrastofna, jafnvel áratugi fram í tímann.  Sömuleiðis þá er tímabært að fá til ráðgjafar aðra en þá sem hafa haft rangt fyrir sér.

Það er orðið tímabært að RÚV og aðrir fjölmiðlar hleypi að í umræðunni, gagnrýnum viðhorfum sem byggja á viðtekinni vistfræði. 

 


Bloggfærslur 22. júní 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband