Leita í fréttum mbl.is

Ofveiði kjaftæðið

Almenn skynsemi segir að fiskistofn sem glímir við viðvarandi fæðuskort geti ekki verið ofveiddur. Það rekst greinilega hvað á annars horn í ráðgjöf reiknisfiskifræðinnar, eins og komið hefur fram í fyrri "þáttum". 

Það sætir furðu stjórnvöld taki ekki til endurskoðunar grunnforsendur fiskveiðistjórnunarkerfisins þegar augljóst er að dæmið gengur alls ekki upp. Stöðugt er klifað á því að veiða skuli minna til að hægt sé að veiða mun meira seinna en þetta seinna hefur ekki enn komið og enn er beðið!

Skýrsla hagfræðinganna um hagræn áhrif á frumvarps ríkisstjórnarinnar  um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu er byggð á sandi barnalegrar reiknisfiskifræði. Á blaðsíður 15 á mynd R. 1. í skýrslunni, kemur fram sú trú að hægt sé reikna út ákveðna sókn þar sem bæði er hægt fá hámarks hagnað og jafnstöðuafla til framtíðar litið. Allir sem hafa eitthvað velt fyrir sér náttúrulegum sveiflum í villtum dýrastofnum ættu að sá að þetta er hrein og tær della. Ekki gengur vel að áætla stærð stofna sem ekki eru veiddir s.s. sandsílisins, geitungastofnsins, kríunnar og svona má lengi telja. Ekki er heldur á vísan að róa með laxveiði þó svo nokkuð sé vitað um fjölda gönguseiða og að laxinn sé ekki veiddur í sjó. 

Það felast gríðarlegir möguleikar í því að taka kerfið til rækilegrar endurskoðunar.

 

 


mbl.is Þorskurinn hefur minna að éta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband