Leita í fréttum mbl.is

Skemmdarverkið á Stöðvarfirði

Í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV í gærkvöldi var umfjöllun um nokkra listamenn sem létu sig dreyma um að aflagt fyrstihús á Stöðvarfirði, yrði að alþjóðlegum vinnubúðum listamanna og miðstöð hönnunar og skapandi hugsunar. Umrætt frystihús var í fullum rekstri þar til fyrir örfáum árum en Samherji ákvað að hætta vinnslu þar þrátt fyrir fögur fyrirheit um að efla ætti alla starfemi.

Þegar húsnæðinu var lokað þá voru öll tæki og tól rifin með þeim hætti út úr húsnæðinu að nánast var útilokað fyrir nýja aðila að hefja fiskvinnslu á ný. Á máli listamannanna í Landanum mátti vel greina undrun á slæmu ástandi húsnæðisins - en þær eiga sínar skýringar.

Umhugsunarvert er að þeir sem skildu svona við Stöðvarfjörð eru sömu aðilar sem gera hróp að örlitlum breytingum á kvótakerfinu sem opna á mjög takmarkaðar handfæraveiðar, og kalla breytingarnar skemmdarverk! 


Bloggfærslur 13. júní 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband