Leita í fréttum mbl.is

Fasistabeljan

Það sætir almennri furðu, hvernig allt of margir þingmenn telja tíma sínum og kröftum best varið landi og þjóð til heilla.  Í stað þess að þingmenn séu samtaka í að leita að leiða út úr efnahagsþrengingum þá berast fréttir, af hótunum þingmanna um meiðyrðamálaferli og að þeir uppnefni hverjir aðra ýmsum hætti og líki við; ketti, hryssur og nú fasistabeljur.  Einhvern veginn þá finnst mér verulega skorta á að heiðurslistamaðurinn Þráinn Bertelsson sem telur víst drjúgan hluta þjóðarinnar vera fábjána, rökstyðji þetta orðaval sitt. Ekki virðist vera um góðlátlegt grín að ræða heldur virðist sem einhver særindi búa að baki og að Þráinn telji sig hafa orðið fyrir einhverju óréttlæti af hendi Þorgerðar Katrínar.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig fyrrum flokkssystir Þráins úr Framsókn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis  greiðir úr þessum málum. Ekki væri úr vegi að forseti þingsins sem gætir að virðingu þingsins, óski eftir skriflegri greinargerð listamannsins þar sem leitast væri eftir því að skilgreina hugtakið fasistabelja. 


mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband