Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna skoðar Jóhanna Sigurðardóttir ekki auðveldustu leiðina?

Aðfarir Samfylkingarinnar við að frýja sig ábyrgð af spillingunni og hruninu og kenna Sjálfstæðisflokknum alafarið um ósköpin eru vægast sagt lúalegar.  Ef flokkurinn meinti eitthvað með þessu tali þá flokkurinn löngu búinn að skrúbba bæði flokkinn og þjóðfélagið í stað þess að breiða yfir óværuna.  Sama má segja um Evrópumálið, ef einhver trú væri á að innganga landsins í sambandið væri lausn, þá væri eðlilegt að drifið yrði í að ljúka samningum og kosningum í stað þess að Samfylkingin dragi málið á langinn. 

Það sem vakti mér mikinn ugg í brjósti er andvaraleysi forsætisráðherra gagnvart efnahagsmálum og fjármálum hins opinbera sem lýstu sér i vafasömum fullyrðingum um að jafnvægi sé náð. Í framhaldinu hljót að vakna spurningar um ráðherraábyrgð á  stórkostlegs gáleysis stjórnarinnar.

Næstu skref ríkisstjórnarinnar eru vart til þess að auka framleiðslu og gjaldeyrissköpun í landinu ef frá er talin sókn í ferðamennsku. Hvað sem má segja um nauðsyn á byggingu fangelsa, sjúkrahúsa, nýrra framhaldsskóla og umferðarmannvirkja eins og Jóhanna Sigurðardóttir lagði áherslu á í ræðu sinni, þá er nokkuð ljóst að þessar framkvæmdir munu ekki bæta miklu við í auknum gjaldeyristekjum.  Vissulega boðaði Jóhanna auknar virkjanir og stóriðju en þær framkvæmdir voru ekki á dagskrá í bráð og aukin heldur tekur það drjúgan tíma fyrir þær framkvæmdir að skila auknum gjaldeyristekjum inn í þjóðarbúið.

Það sætir mikilli furðu að ríkisstjórnin skuli ekki íhuga þann möguleika að auka fiskveiðar og vinnslu en það er auðvitað skynsamlegasta leiðin fyrir Ísland út úr efnahagsvandanum og svo auðvitað að taka á spillingunni sem grefur áfram undan grunnstoðum samfélagsins.


mbl.is Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband