Leita í fréttum mbl.is

Heilagur Davíð Oddsson

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fer á kostum í dag við að lýsa vanþóknun sinni á lítilsháttar breytingum á illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi. Ef marka má málflutning Morgunblaðsins þá má ætla að kvótakerfið sé þvílíkt meistaraverk að það hafi breytt því að sjávarútveginum frá því að vera baggi á samfélaginu og til þess að leggja eitthvað til með sér. Í tilfinningaþrungnum áróðri er þá gjarnan hlaupið yfir þá staðreynd að botnfiskafli hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að kerfið var tekið upp og skuldir útgerðarinnar margfaldast á sama tíma og uppistaða togaraflotans eru orðnir eldgamlir járnarar.

Það sem leiðarhöfundur finnur smávægilegum breytingum helst til foráttu er, að hann telur að breytingarnar innleiði nýjar hættur á að ráðherra geti tekið upp á því, að úthluta gæðum til eigin flokksmanna. Mogginn telur að um sé að ræða einhverja furðulega nýbreytni, sem ekki hafi verið við lýði á síðustu áratugum!

Þessi skemmtilegi leiðari kemur úr allra hörðustu átt eða úr penna Davíðs Oddssonar. Flestir muna eftir því að Davíð handvaldi þá sem fengu banka án þess að borga krónu fyrir og settu þá síðan svo rækilega á hausinn að efnahagur landsins verður lengi að ná jafnvægi.  Ef litið er til beinna afskipta Davíðs af stjórn fiskveiða þá voru þau ekki lítil m.a. jók hann verulega við aflaheimildir í aðdraganda kosninga þegar hann var í góðu stuði á kosningafundi norðan heiða. Davíð bætti sömuleiðis einhliða upp hrun í einstaka veiðistofni s.s. hörpudiski á kostnað annarra eins og sagt er.  Davíð tók upp upp línuívilnun á "kostnað annarra" þegar Guðmundur Halldórsson flokksmaður í Bolungarvík hótaði að hætta að styðja flokkinn.

Morgunblaðinu væri nær að hætta þessum yfirdrepsskap og viðurkenna að kerfið er ekki að ganga upp hvernig sem á það er litið nema fyrir þá sem hafa eða ætla að "selja sig´" út úr greininni. Miklu nær væri að sýna þá ábyrgu afstöðu að vera gagnrýnin og leitandi vettvangur fyrir því hvernig hægt sé að gera betur og taka m.a. undir málflutning manna á borð við fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins Kristins Péturssonarm um endurskoðun á forsendum kerfisins.


Bloggfærslur 25. maí 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband