Leita í fréttum mbl.is

Er Alþingi orðið að fæðingardeild þorska?

Margt sérkennilegt kemur frá Alþingi þessa daganna.  Þingmenn virðast sjá hverjir í öðrum hryssur, ketti og beljur.  Greinilegt er að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og búfræðingur hefur ruglast í ríminu á öllu þessu skepnu tali.

Núna telur hann að það megi auka kvótann við það eitt að samþykkja frumvarp sem fáir hafa séð.  Engu líkara er á málflutningi Jóns Bjarnasonar að við samþykkt frumvarpsins þá fjölgi þorskinum í hafinu í kringum Ísland.  Leyniplaggið fer að verða æ meira spennandi en mögulega felur það í sér einhver ljósmóðurstörf þingmanna.

Plott Jóns Bjarna til þess drífa leyniplaggið um stjórn fiskveiða í gegnum þingið án umræðu í samfélaginu er í raun skemmtilega fábjánaleg.


Bloggfærslur 12. maí 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband