Leita í fréttum mbl.is

Viljum við missa þessa snillinga úr landi?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bera ábyrgðina á þeim starfsháttum sem tíðkaðir eru í fjármálakerfinu, hvort sem það eru ósiðlegar afskriftir eða ofurlaunin á sama tíma og almenningur er kreistur.  Allt hneykslunartal forsætisráðherra á því kerfi sem hún byggði upp kemur því úr allra hörðustu átt.  

Greinilegt er að þol almennings og ritstjórnar Moggans, er minna nú, en í aðdraganda hrunsins gagnvart græðgi bankastjóranna.  Í Reykjavíkurbréfi Moggans sumarið 2006, má sjá að ritstjórnin var logandi hrædd við að missa útrásarvíkingana úr landi ef að ofurkjör þeirra væru skert.

Talsmenn þeirra starfskjara, sem hér eru til umræðu byggja rök sín fyrir því, að ekki beri að amast við þeim á því annars vegar, að dugnaðar- og hæfileikamenn eigi að fá að njóta sín og hins vegar að þeir hverfi af landi brott og þjóðfélagið standi eftir fátækara fari svo.


mbl.is Bankastjórarnir mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband