Leita í fréttum mbl.is

Grafalvarlegt mál!

Þegar ég heyrði í fréttum fyrr í dag að fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, væri að ræða grafalvarlegt mál í þinginu, þá lagði ég við hlustir. Ég bjóst satt best að segja við því að hún væri að ræða þá alvarlegu fjárhagsstöðu sem þjóðarbúið er komið í, en á síðustu þremur árum þá hefur halli á rekstri hins opinbera numið 470 milljörðum króna. Sú upphæð svarar til þess að frá hrunn hafi gjöld umfram tekjur hafi verið ríflega 400 milljónir á dag.  Þorgerður Katrín sem er vön að handfjatla milljarða og það jafnvel í heimilisbókhaldinu ætti að sjá að staðan er grafalvarleg.

Sömuleiðis sjá flestir að meintur flórmokstur Steingríms J. sem hefur helst falið í sér að skófla gríðarlegum fjármunum inn í fallnar fjármálastofnanir, hækka skatta og halda áfram byggingu á glerhýsis í Reykjavíkurhöfn, er ekki fallin til að bæta ástandið.

Nei - hvorki Þorgerður Katrín né aðrir þingmenn voru að ræða framangreinda stöðu og leita raunverulegra lausna með opnum huga.  Í stað þess var kröftunum varið í að hnakkrífast frá morgni og fram á kvöld um hvort að það hafi verið ráðinn einhver karl eða kona inn á einhverja skrifstofu í einu ráðuneytinu.

Mér skilst að það sé búið að boða til mikils framhalds á þessari umræðu um skrifstofustarfið í ráðuneytinu. 

 


Bloggfærslur 23. mars 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband