Leita í fréttum mbl.is

Annarlegur þankagangur á DV

Mikill og almennur áhugi er á undirskriftasöfnuninni á kjosum.is. Hér á Króknum hafa nokkrir eldri borgarar sem ekki eru tölvuvanir sett sig í samband við mig til þess að fá leiðbeiningar um hvernig  nafn þeirra komist á lista þeirra sem vilja hvetja forsetann til þess að láta þjóðarvilja ráða í Icesave málinu.   

Almenn þátttaka og áhugi á  á kjósum.is virðist fara verulega í taugarnar á bloggurum sem helst er veifað á fréttavefnum dv.is.  Hver af öðrum leggjast þeir af heift gegn því að þjóðin fái sjálf að ákveða hvort að hún skrifi upp á opinn tékka til þess að greiða fyrir sóðaskap hvítflibbaglæpamannanna í Landsbankanum.

Einn af þessum bloggurum gekk svo langt að falsa undirskriftir til þess að reyna að rýra trúverðugleika undirskriftarsöfnunar á www.kjosum.is.  Það sem meira er, að ofstækið er þvílíkt að viðkomandi skríbent DV, hreykir sér af skemmdarverkinu.  

Vísasta leiðin til þess að það náist sátt um Icesave er að þjóðin fái að segja sína skoðun á málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu - Þeir sem þykjast hafa góðan samning í hendi ættu alls ekki að hræðast dóm þjóðarinnar.


mbl.is Telur söfnunina marklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband