Leita í fréttum mbl.is

Hver er ábyrgð stjórnarmanna Glitnis á fjársvikunum?

Nú stendur yfir umfangsmikil rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum og blekkingum  æðstu stjórnenda Glitnisbanka í aðdraganda hrunsins.  Blekkingarnar höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir almenning og sömuleiðis komandi kynslóðir. Ljóst er að  það tekur áratugi  fyrir íslenskt samfélag að jafna sig og bæta fyrir þann skaða sem unninn var í aðdraganda hrunsins.  Birtingarmynd skaðans má m.a. sjá nú við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og víðar.

Rökrétt er að ætla að umrædd sýndarviðskipti og blekkingar upp á tugi milljarða króna hafi verið með vitund og vilja stjórnarmanna Glitnisbanka.  Fyrir nokkru tók Níels Ársælsson saman blogg sem sýndi fram á beina tengingu Stíms-málsins, við innkomu Þorsteins Más Baldvinssonar nokkru fyrir hrun sem stjórnarformanns í Glitni-banka.

 


mbl.is Vita ekki um hvaða gögn er að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband