Leita í fréttum mbl.is

Allt tal Jóns Bjarnasonar um að verið sé að auka byggðatengingu er tóm þvæla

Jón Bjarnason hefur haldið því  hélt því fram að umdeild frumvarpsdrög feli í sér auknar byggðatengingar og hefur kallað eftir efnislegum umræðum um frumvarpið.   Í sjálfu sér er erfitt að  þræða í gegnum ruglingslegar og vægast sagt óskýrar tillögur núverandi ráðherra. Ekki er síður vandasamt að átta sig á mótsagnakenndan málflutning sjávarútvegsráðherra.

Helsta efnislega breytingin sem drög sjávarútvegsráðherra og starfshóps hans fela í sér á frumvarpinu sem kynnt var í vor eru:

1) Lengri nýtingasamningar við þá sem njóta sérstakra sérréttinda umfram aðra landsmenn og eru í flokki 1, en samningarnir verða til tveggja áratuga samkvæmt drögunum.  Sömuleiðis erendurskoðunarákvæðið í drögum að frumvarpi afar furðulegt, þar sem segir að það eigi að hefja endurskoðun á nýtingarsamningum sex árum áður en samningstími rennur út og ljúka 5 árum áður en samningar renna út!

2) Veiðiheimildir í flokki 2 eru eftirfarandi :
a. Strandveiðihluta.
b. Byggða- og bótahluta.
c. Til ráðstöfunar á kvótaþingi Fiskistofu.
d. Línuívilnunarhluta,

Samkvæmt frumvarpinu sem kynnt var í vor, áttu veiðiheimildir í flokki 1 smám saman að seytla inn í flokk 2 á 15 árum en fara aldrei yfir 15% markið, þannig að þeir sem njóta nú forréttinda áttu að halda 85% af þeim að 15 árum liðnum.  Í nýju tillögum er algerlega fallið frá umræddri  fyrningu og ekki er hægt að skilja frumvarpið með öðrum hætti en svo að nú eigi  að úthluta 100% að frádregnum 6,5% sem gera 93,5% til tveggja áratuga.  Í núgildandi lögum  er úthlutað a.m.k. 94,7% aflaheimildunum. Hin raunverulega breyting er því rétt rúmlega eitt prósent og kerfið njörvað í tvo áratugi. Megnið af 6,5% mun renna í Byggðahluta, línuívilnun og strandveiði og því mun nánast ekki neitt verða eftir í opna leigupotta.  Af þessu leiðir að ekki verður neitt rými fyrir nýliðun.

3) Samkvæmt nýjum tillögum Jóns, þá er verið að kynna þá breytingu frá frumvarpinu frá því í vor að í stað þess að aukning veiðiheimilda fari að flæða til jafns í forréttindaflokk 1 og í jafnræðisflokk 2  þegar aflaheimildir í þorski verða umfram 160 þúsund tonn, þá er verið að þrengja þá opnun og setja markið við 200 þúsund tonn.
Til fróðleiks þá er rétt að benda á að miðað við núverandi "nýtingarstefnu" Hafró þá þarf reiknaður viðmiðunarstofn að fara yfir  eina milljón tonna til þess að eitthvað magn farið að flæða yfir í flokk 2!

4) Tillögur Jóns Bjarnasonar  fela í sér að strandveiðar verði skertar frá því sem þær voru á sl. sumri þegar landað rúmlega 7 þúsund tonnum af þorski en þær verða samkvæmt tillögunum verða einungis 6 þúsund.  Hér er því um skerðingu að ræða.

Allt tal um að það sé verið að auka byggðatengingu er því algjör þvæla.


mbl.is Miðað við samninga til 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er djók

Ólína heimtar afsögn Jóns Bjarna og Jóhanna Sigurðardóttir leiðtogi "jafnaðarmanna" segir að ráðherrann fari alls eftir stefnu stjórnarflokkanna.

Ef eitthvert  mark má taka af málflutningi þeirra;  Árna Páls Árnasonar, Guðbjarts Hannessonar, Magnúsar Orra, Björns Vals, Atla Gíslasonar, Lilju Rafneyjar, Sigmundar Ernis, Kristjáns Möller og Össurar Skarphéðinsson, þá endurspeglar þetta hræðilega frumvarp Jóns Bjarnasonar einmitt vilja framangreindra þingmanna. 

Sömuleiðis þá er rétt að efast um raunverulegan vilja Jóhönnu og Steingríms J. - þeirra sem samþykktu framsalið á sínum tíma. Eitt er víst vilji þingsins er allt annar en vilji almennings sem vill raunverulegar breytingar í átt að jafnræði. Sú er raunin þrátt fyrir gríðarlegt fjáraustur auglýsingar og keyptar skýrslur um hversu óréttláta kvótakerfið sé hagkvæmt.

Reyndar er það svo að það er ekki einungis í þessu máli sem að "velferðarstjórnin" hefur klikkað heldur er það í nær öllum málum.  Fáir bjuggust við að kraftar Steingríms og Jóhönnu færu að mestu í að endurreisa nær óbreytt fjármálakerfi og tryggja afskriftir og fyrirgreiðslur fyrir útrásarþjófana. 

Ríkisstjórnin er dýrt spaug og það á kostnað almennings og þess vegna á hún að fara frá.


mbl.is Hlýtur að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband