Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason hlýtur að verða heiðraður af LÍÚ

Ef að Jón Bjarnason kemur þessu frumvarpi í gegnum þingið, hlýtur hann að verða heiðraður af LÍÚ en jafnframt fara í sögubækurnar sem einn mesti kverúlant íslenskra stjórnmála. Jón Bjarnason boðaði fyrir síðustu kosningar að breyta illræmdu kvótakerfi, þannig að þegnar landsins stæðu jafnir að nýtingu sameiginlegrar auðlindar. 

Nú virðist vera sem að hann sé í þann mund að leggja fram tillögur sem festa í sessi kvótakerfið, til a.m.k. tveggja áratuga. Kerfi sem skilar stöðugt færri fiskum á land og brýtur í bága við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Það eru  vissulega kaldhæðni örlaganna að Jón Bjarnason og Atli Gíslason þingmaður sem sat í umræddum starfshóp sem útbjó tillögurnar, lögðu fram á sínum tíma sérstakt þingmál þar sem krafist var að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna yrði virt.  Þeim til halds á traust á umræddri þingsályktunartillögu var sömuleiðis Ögmundur Jónasson nokkur, sem nú um stundir skreytir sig með því að kallast mannréttindaráðherra.  Almenningur ætti að vara sig sérstaklega þegar framangreindir mannréttindaníðingar taka sér orðið mannréttindi í munn, en þá er greinilega ekki von á góðu.

Til fróðleiks, þá verður Jón Bjarnason kominn fast að níræðu þegar tillögurnar opna mögulega á nýliðun og jafnræði við nýtingu á fiskveiðiauðlindarinnar.

 


mbl.is Kvótafrumvarpið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband