Leita í fréttum mbl.is

Græningjarnir í Sjálfstæðisflokknum höfðu rangt fyrir sér

Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins komust á snoðir um að Vinstri græninginn Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra ætlaði að gefa veiðar frjálsar á rækju, þá sögðu þeir frelsið svartan blett. Fremstur í því að úthrópa sjávarútvegsráðherrann fór græninginn Jón Gunnarsson. Hann leiðir sömuleiðis fábjánalega baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn því að fiskur fari á frjálsan uppboðsmarkað. Með í því, að reyna kveða niður atvinnufrelsið, tók Byggðastofnun en því var haldið fram að frelsið til þess að afla verðmæta myndi gera einhver ólögleg veð sem stofnunin veitti verðlaus!

Hver er síðan niðurstaðan af þessu frelsi til veiða? Það ber ekki á öðru en að Hafró mæli nú meira en nóg af rækju þrátt fyrir upphrópanir Sjálfstæðisflokksins. 

Nú er að sjá hvort að þingmenn Sjálfstæðisflokksins dragi ekki þann lærdóm af þessu máli og styðji frjálsar handfæraveiðar og þá sjómenn sem ætla á veiðar í samræmi við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. 


Bloggfærslur 24. október 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband