Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna, reið Hæstarétti og forseta Íslands en hælir samvinnu við banka

Eitthvað hlýtur ræða leiðtoga íslenskra "Jafnaðarmanna" að vefjast fyrir venjulegu alþýðufólki. Í ræðunni fullyrðir forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi þurft að glíma við heiftúðugar, óvæntar og ómálefnlegar ákvarðanir Hæstaréttar og forseta Íslands. Allir vita hvaða ákvarðnir Jóhanna á við en það er annars vegar sú ákvörðun forsetans að leyfa þjóðinni sjálfri að ákveða hvort að hún ætlaði að greiða Icesave og hins vegar þá ákvörðun Hæstaréttar að fella þann dóm að lán íslenskra banka í erlendri mynt stæðist ekki lög. Jóhanna og félagar hennar í ríkisstjórninni hafa síðan reynt að snúa út úr dómi Hæstaréttar með því að endurreikna afturvirkt gjaldeyrislánin með hæstu breytilegu vöxtum Seðalbankans.

Miklu mildari tónn var hjá forsætisráðherra í garð bankanna en í ræðunni endurtók hún vafasamar ýkjusögur þeirra um afskriftir, til handa heimila og taldi þeim til tekna að hafa farið að lögum hætt við að innheimta ólöglegu gjaldeyrislánin. Sömuleiðis var tíunduð samvinna banka við stjórnvöld við að greiða úr skuldavanda heimila! Í framhaldinu hreykti Jóhanna sér af því að það hefðu orðið miklar umbætur í ráðningamálum á vegum hins opinbera. Verður þetta ekki túlkað með öðrum hætti en svo að Jóhanna ætli að standa með Páli Magnússyni í Bankasýslunni.

En þetta eru víst tímar Jóhönnu Sigurðardóttur.


Bloggfærslur 22. október 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband