Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna sitja þessir menn ekki inni?

Á síðasta fundi sínum "lánaði" lánanefnd Kaupþings fjárupphæð sem svarar til verðmæti alls útflutnings Íslands á einu ári og er hún svipuð og áætlað var að "glæsilegi" Icesvesamningur Svavars Gestssonar kostaði þjóðina. Rússinn sem lánanefndin treysti fyrir 270 milljörðum er vægast sagt vafasamur en upphæðin sem hann fékk er talsvert hærri en útflutningsverðmæti alls sjávarfangs Íslands á síðasta ári.

Það er nokkuð ljóst að verið var að tæma Kaupþingsbanka rétt fyrir lokun.

Fyrir nokkrum árum kom upp eitt stærsta fjársvikamál í sögunni þegar ungir athafnamenn drógu sér liðlega 200 milljónir úr sjóðum Símans.  Ekkert hik var á réttarvörslukerfinu að skella strákunum í gæsluvarðhald og dæma þá í nokkurra ára fangelsi. 

Þegar við blasir að mokað hefur verið út úr Kaupþingsbanka upphæðum rétt fyrir hrun sem eru 2 þúsund sinnum hærri en í fyrrgreindu Símamáli er almenningur skilinn eftir með þá áleitnu spurningu hvers vegna borgararnir séu ekki jafnir fyrir lögunum og hvað valdi?


mbl.is 450 milljarða lán á síðasta fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband