Leita í fréttum mbl.is

Hvað hefði verið sagt um Sjálfstæðisflokkinn?

Nú hefur Samfylkingunni tekist að fara á svig við rannsóknarskýrslu Alþingis og sýkna alla í hrunríkisstjórninni nema leiðtoga samstarfsflokksins. Í tilefni niðurstöðunnar er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað hefði verið sagt um Sjálfstæðisflokkinn ef hann hefði haft afl og aðstöðu til þess að koma því svo fyrir að allir sakborningar hefðu verið sýknaðir nema leiðtogi Samfylkingarinnar.

Það eina rétta var að láta alla hrunstjórnina fara í heilu lagi fyrir landsdóm til þess að láta reyna á sýkn eða sekt í sakargiftum. Ég er nokkuð viss um að Jóhanna hefði verið mjög jákvæð með þá lausn en það var einmitt það sem hún ætlaði Björgvini Sigurðssyni að vera þegar allt leit út fyrir að leið hans lægi fyrir landsdóminn.

Annars hefði Geir Haarde betur látið ógert að fara í Kastljósið en hann er enn fastur í þessum örvæntingarútskýringum um að fall Límannbræðrabankans í BNA hafi fellt Ísland og sömuleiðis að enginn hafi séð hrun bankakerfisins fyrir. Það segir hann þrátt fyrir viðvaranir og skýrslur erlendra aðila sem kveðnar voru niður m.a. af gagnmerkum efnahagsráðgjafa, Tryggva Þór Herbertssyni, sem Geir réð til að kljást við hrunið. Niðurstaða þeirra var að gera sem minnst.

Ekki má heldur gleyma því að Frjálsyndi flokkurinn varaði almenning við blikum á lofti í efnahagsmálum í aðdraganda kosninganna 2007, m.a. með auglýsingum sem voru umdeildar þá en í þeim voru lesendur varaðir við með spurningum um hvort þeir væru að verða gjaldþrota vegna verðtryggingar, hárra vaxta og óhóflegra lántaka. 


mbl.is Engin flokkslína Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband