Leita í fréttum mbl.is

Kosningasvik stjórnarinnar á heimsmælikvarða - Ályktun Frjálslynda flokksins

Opinn fundur Frjálslynda flokksins í Reykjavík 18. ágúst, álítur að kosninga- og hugsjónasvik svokallaðrar “Norrænnar velferðarstjórnar” hljóti að vera á  heimsmælikvarða.  Skjaldborgin og  velferðarbrú  íslensks samfélags,  sem voru aðal kosningaloforð stjórnarinnar reyndust svik og prettir, því að  stjórnin hefur ákveðið  að gefa íslenskum heimilum í greiðsluvanda ekki lengri uppboðsfrest en til enda október, en þá munu  þúsundir fjölskyldna fara í gjaldþrot  og jafnvel hrökklast út af heimilum sínum.

Opinn fundur Frjálslynda flokksins í Reykjavík lýsir yfir skömm á þeim tveimur “sáttartillögum” sem kynntar hafa verið í fjölmiðlum sem afurðir sáttanefndarinnar í sjávarútvegi.  Ómerkilegheit auðlegðarþingmannanna í Vg ná nýjum hæðum með því að boða sátt um nánast óbreytt kvótakerfi án þess að hafa haft fyrir því að virða þá sjómenn viðlits, sem sóttu rétt sinn til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.


Bloggfærslur 18. ágúst 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband