Leita í fréttum mbl.is

Fé án hirðis með liðlega 30% fjárins

Pétur H. Blöndal skoraði feitt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins á kostnað stjörnuþingmannsins Bjarna.  Eflaust hefði hann sigrað ef hann hefði beitt sér en hann lýsti því yfir að hann hefði svo sem ekki neinn sérstakan áhuga á sigri og að leiða Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni sem vildi ná Sjálfstæðisflokknum saman með óljósum yfirlýsingum sem allir armar flokksins hefðu svo sem getað sætt sig við, átti í vök að verjast. Stjórnmálaspekingar hafa lesið það út úr úrslitunum að Bjarni hafi eitthvað sem kallast veikt umboð.  Aðrir hafa bent réttilega á að Pétur hafi í raun verið fulltrúi óánægju aflanna líkt og Besti flokkurinn á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Rétt eins og sá Besti hefur Pétur horft aðeins á naflann á sér og skarað eld að sinni köku. 

Líkt og fé án hirðis fékk Besti flokkurinn liðlega 30% fylgi en spyrja má hvort að í gerjun stjórnmálanna muni Pétur í náinni framtíð leiða flokk Besta flokks sjálfsgræðis og kaupleigufyrirtækja. Eitt er víst að Jón Gnarr getur skaffað starfandi framkvæmdastjóra fyrir flokkinn.


Bloggfærslur 1. júlí 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband