Leita í fréttum mbl.is

Ráðgjöf Hafró stendur enn föst - Hvað segja reiknimeistararnir sem ekki voru neitt slor?

Forstjóri Hafró neitar að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina þrátt fyrir algjört árangursleysi.  Þegar haldið var af stað í þennan vonlausa leiðangur að friða smáfisk og veiða minna til að geta veitt meira seinna var lofað að árangurinn yrði 500 þúsund tonna jafnstöðu afli en aflinn nú er 150 þúsund tonn.

Í kjölfar mikilla vonbrigða með meint ofmat á þorskstofninum á árunum 1998 - 2000 var sett saman nefnd sem hafði það að hlutverk að minnka óvissu í stofnmati og spá fyrir um aflabrögð.  Búið var til nýtt hermilíkan þar sem spáð var fyrir um að þorskveiðin yrði að öllum líkindum um 270 þúsund tonn árið 2010 og samkvæmt líkaninu voru innan við 1% líkur á því að þorskaflinn yrði einungis 170 þúsund tonn.  Ekki var gert ráð fyrir því  aflinn í ár yrði jafn lítill og ráðgjöf Hafró mælir fyrir um eða 150 þúsund tonn.

Hvað ætli reiknileistarnir sem stóðu að gerð líkansins um forspárgildi þess en þeir voru ekkert slor en það voru þeir: Brynjólfur Bjarnason, formaður, Friðrik Már Baldursson, Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, Gunnar Stefánsson, stærðfræðingur, Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró, Kristján Þórarinsson, LÍÚ, Sævar Gunnarsson forseti SSÍ, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ísland?

Eflaust verður vandræðalegt að heyra röklítlar málalengingar  framangreindra aðila um skýringarnar séu og því löngu orðið tímabært að fara að hlýða á rök þeirra s.s. Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sem hafa ítrekað bent á að forsendurnar sem reiknað er á standist alls ekki.

 

 

Útreiknaður afli 2010

 


mbl.is Ráðgjöf Hafró stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband