Leita í fréttum mbl.is

Siðlaus Sjálfstæðisflokkur

Í dag lét þingmaður Sjálfstæðisflokksins í ljós þá skoðun sína að þingið væri á hálli braut vegna þess að það legði siðferðilega mælistiku á menn og málefni. Var það gert í umræðu um ákvörðun Iðnaðarnefndar, að veita fjárglæframönnum sérstaka ívilnun við að reisa gagnver á Suðurnesjum.

Jón Gunnarsson lét þessa skoðun sína í ljós af mikilli sannfæringu og þannig að áheyrendur skynjuðu vandlætingu þingmannsins á þeirri óhæfu að siðferðilegir mælkvarðar væru settir við gerð reglna og samninga sem í samfélaginu. 

Vart getur Sjálfstæðisflokkurinn fundið sér betra mál og tímapunkt til þess að afhjúpa algerlega siðlausa afstöðu til lagasetningar. Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins glímir við þann vanda að hafa í farteskinu kúlulán eða þá afar sérstaka kostun á þing. Sömuleiðis er Björgólfur Thor sá sem Alþingi vill gera betur við en aðra atvinnurekendur, grunaður um stórfellda efnahagsglæpi. Hingað til hefur hvorki íslenskur almenningur né sparifjáreigendur í nágrannríkjum riðið feitum hesti eftir viðskipti við fyrrum bankastjóra sem nú vill gerast gagnabankastjóri.

Það er rétt að fólk velti því fyrir sér hvar annars staðar í heiminum lýðræðiskjörinn þingmaður skuli hneykslast á því að samningar og lagasetning byggi á góðu siðferði sem endurspeglar hvernig breytni og samskipti er rétt að viðhafa í samfélaginu.   

Það er eitthvað meira en lítið að í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Þingið kveður upp siðferðisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband