Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarflokkurinn algerlega niðurbrotinn vegna atvinnufrelsis

Stjórnarskrá Íslands virðist vera mjög framandi plagg fyrir Nýja Framsóknarflokkinn á þingi. Nýi þingflokksformaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson gat vart á heilum sér tekið vegna þess að strandveiðifrumvarpið opnaði örlitla glufu á gjaldþrota kvótakerfið. Andstaða framsóknarmanna við atvinnufrelsið sem á að vera tryggt í 75 grein stjórnarskrárinnar virðist ekki einungis ná til sjávarútvegs, eins margsinnis kom fram í ræðu þingmannsins heldur hafa víðtækari skírskotun.

Leiðtogi Framsóknarflokksins á þingi lagði t.d. fram eftirfarandi spurningu í umræðunni um strandveiðar:

Á það að vera eðlilegt að ef þann sem hér stendur langar að búa með 30 eða 50 eða 100 kindur eða hvað það er að bara gert það og eiga allir að geta gert það sem það vilja og slíkt?



Bloggfærslur 26. apríl 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband