Leita í fréttum mbl.is

Engin gagnrýnin umræða fjölmiðla um ein alvarlegustu tíðindi vikunnar

Það má stundum furða sig á því hvað er sett í forgang  í samfélagsumræðunni.  Hver man ekki eftir hundinum Lúkasi sem var mörgum harmdauði en fannst síðan endurborinn en illa á sig kominn, þjóðinni til mikils léttis. 

Núna fjalla fjölmiðlar eðlilega í gríð og erg um skýrsluna, eldgosið og jú um að einn kúlulánaþeginn á þingi skuli víkja sæti tímabundið fyrir öðrum. Það hefur hins vegar ekki orðið nein gagnrýnin umfjöllun fölmiðla um niðurstöðu togararallsins. Morgunblaðið fjallaði að vísu eitthvað um rallið en sú umfjöllun var í ætt við það sem kallast kranablaðamennska.  

Fiskileysisguðirnir á Hafró boða enn og aftur niðurskurð á aflaheimildum í þeirri von að hægt sé að geyma fiskinn og veiða meira seinna.  Hafró finnur ekki þorskinn frekar en fyrri daginn og hefur þar að auki týnt ýsunni.  Ef að farið verður í blindni að ráðgjöf Hafró þá þýðir það milljarðar tap fyrir þjóðarbúið. 

Er ekki orðið löngu tímabært að setja spurningamerki við ráðgjöf sem aldrei hefur gengið eftir?

 


Bloggfærslur 17. apríl 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband