Leita í fréttum mbl.is

Sama gamla þreytta karpið í Silfrinu

Í Silfri Egils í dag ræddu leiðtogar stjórnmálalflokka sem nú eiga sæti á Alþingi úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Það var fátt nýtt sem fram kom í Silfrinu og engir nema Birgitta voru tilbúin að endurmeta stöðuna, heldur var áherslan að grafa dýpra í hefðbundinni flokkspólitískri skotgröf.

Það var þó greinilegur óttaglampi í augum formanns Sjálfstæðisflokksins þegar talið barst að rannsóknarskýrslunni og sömuleiðis virðist hann ekki mega hugsa þá hugsun til enda ef að breyta á í einhverju gjaldþrota kvótakerfi í sjávarútvegi.

Steingrímur j. virtist enn halda að nei þýði eitthvað annað en nei og spilar sömu Icesaveplötuna og fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna enda veit hann flest betur enn aðrir.


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband