Leita í fréttum mbl.is

Ályktun framkvæmdastjórnar Frjálslynda flokksins um Skötuselslögin

Frjálslyndi flokkurinn fagnar ný samþykktum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða sem fela í sér heimild til aukinna  veiða á skötusel.  Breytingin felur í sér að það ríkir jafnræði við úthlutun aukinna veiðiheimilda.

Málið er lítið skref í rétta átt  og hvetur Frjálslyndi flokkurinn sjávarútvegsráðherra til að stíga strax fleiri skref í sömu átt, með aðrar tegundir s.s. þorsk. Með því yrði veitt  krafti og bjartsýni inn í íslenskt efnahagslíf.

Það er furðulegt en kom þó ekki á óvart að horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn gæta sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna. 

Það er greinilegt að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur hafa nokkuð lært af hruninu.

 


mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Fréttablaðið að þjóðin greiði skuldir óreiðumanna?

Í vandaðri stjórnmálaályktun Frjálslynda flokksins er kjarnyrt umfjöllun um fjölmörg þjóðmál s.s. efnahagsmál, verðtrygginguna, skuldsetningu þjóðarbúsins, mannréttindamál, sjávarútvegsmál, landbúnað, skattamál, lýðræðisumbætur, umbætur í háskólastarfi og dómstóla.

Eina umfjöllun Fréttablaðsins um stjórnmálaályktunina hingað til er um eftirfarandi setningu sem virðist eitthvað fara í taugarnar á ritstjórn blaðsins

Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að vísa þeirri ákvörðun til þjóðarinnar, hvort að þjóðin eigi að greiða skuldir óreiðumanna.

Stór hluti þjóðarinnar sem hvatti forsetann til þess að vísa málinu til þjóðarinnar og felldi lögin gerði það einmitt á þeim forsendum að vilja ekki greiða skuldir óreiðumanna.

Það er svo við hæfi að velta því fyrir sér hverjir eigi svo Fréttablaðið?

 

 


Bloggfærslur 22. mars 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband