Leita í fréttum mbl.is

Þegar síminn „bilaði“ á Útvarpi Sögu

Rétt áðan hlustaði ég með öðru eyranu á byltingarmanninn Guðmund Franklín ræða gagnrýnislaust um og beinlínis draga taum hinna stórskuldugu kvótagreifa. Guðmundur virðist ekki vel heima í sjávarútvegsmálum Íslands sem er vel skiljanlegt þar sem hann hefur lengi alið manninn erlendis. Hann leyfði útgerðarmönnunum að flytja hverja rangfærsluna og hálfsannleikann á fætur öðrum um ömurlegt fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem dregin var upp fölsk glansmynd af einu mesta óréttlæti Íslandssögunnar sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað óréttlátt og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að hlíta.

Staðreyndir um gagnsleysi kerfisins tala sínu máli. Þorskaflinn er núna þriðjungurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins og útgerðirnar eru svo stórskuldugar að forsvarsmenn þeirra eru í biðröðum í bönkunum að biðja um afskriftir skulda. Á sama tíma og þeir fara fram á að þjóðin axli skuldirnar vilja þeir halda áfram einokunaraðstöðu á nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna.

Það gengur auðvitað ekki upp.

Mér fannst eftir öðru við þáttastjórnunina að síminn skyldi „bila“ þegar hleypa átti að öðrum skoðunum, sérstaklega fyrir þær sakir að Útvarp Saga gengur meira og minna allan daginn á því að hleypa útvarpshlustendum í útsendingu.

Ég hef ekki trú á öðru en að Arnþrúður láti „laga“ símkerfið áður en Guðmundur Franklín fer næst í loftið.


Við erum góðir menn - Sigmundur Ernir og Bjarni Karlsson

Ég hef reynt að átta mig á stefnu Samfylkingarinnar að undanförnu en mér hefur reynst snúið að skilja það hvers vegna "jafnaðarmenn" vilja endilega koma fyrirtækjum á ný til grunaðra glæpamanna sem orsökuðu hrunið.  Sömuleiðis hefur mér skringilegt að heyra fyrrum formann Samfylkingarinnar og núverandi utanríkisráðherra tala um 30 milljónir sem einhverja skitna upphæð sem engu skipti í raun - Og það í harðnandi kreppu.

Til þess að öðlast skilning á undarlegum hugsanagangi Samfylkingarinnar kveikti ég nokkuð spenntur á ÍNN sjónvarpsstöðinni þar sem tveir forystumenn jafnaðarmanna, þeir Sigmundur Ernir og Bjarni Karlsson ræddu landsins gagns og nauðsynjar.  

Ég verð að segja eins og er að ég var engu nær um hvað leiðir og hvaða stefnu þeir ætluðu marka við stjórnun samfélagsins. Þeir upplýstu hins vegar áhorfendur um að þeir hefðu kynnst þjóð sinni betur en aðrir í gegnum störf sín, annars vegar í gegnum prestskap og hins vegar í geysilegu fréttanávígi og þeim fannst það í kjölfarið samfélagsleg skylda sín að fórna sín í þágu þeirra sem standa höllum fæti.

Ég varð hins vegar eins og áður segir engu nær um hvað kapparnir ætluðu að gera - Ef til vill ætla þeir að halda áfram að innleysa tugmilljóna gróða rétt eins og fyrirmyndin Össur og jú að láta þá sem styrktu Samfylkinguna svo ríkulega um leið og þeir settu þjóðfélagið á hausinn, fá helstu fyrirtæki á silfurfati..

 

 

 

 


Bloggfærslur 10. febrúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband