Leita í fréttum mbl.is

Um hvað á Kaninn á njósna?

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerir hvað hann getur til að blása upp nýtt amerískt njósnamál.  Málatilbúnaður Össurar utanríkisráðherra virðist fyrst og fremst byggja á því að starfsmenn sendiráðsins hafi haft gætur á næsta nágrenni byggingarinnar við Laufásveg.

Áhugi Kanans á landinu nú um stundir er ekki meiri en svo að þeir sáu enga ástæðu til þess að hafa  hér her áfram þó svo að stjórnvöld nánast grátbáðu þá um áframhaldandi veru varnarliðsins.  Sendiherra Bandaríkjamanna er nýkominn til landsins en ekki lá þeim mjög á að setja hér niður sendiherra en það tók um eitt ár fyrir stórveldið - svo mikill var áhugi þeirra á Íslandi.

Ekki skil ég þessa aðferð Össurar við að setja nágrannavörslu sendiráðsins í einhverjar skorður með því að blása málið í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum. 

Stæði það ekki utanríkisráðherra nær sem hefur verið iðinn við að fara í gegnum gömul skjöl í ráðuneytinu, að kanna til hlítar ásakanir Árna Páls Árnasonar um að hann hafi verið hleraður af íslenskum stjórnvöldum?


Bloggfærslur 9. nóvember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband