Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin ánægð

Haustið hefur verið Samfylkingunni mótdrægt. Almenn óánægja er með aðgerðarleysi Jóhönnu Sigurðardóttur og það sem erfiðast hefur verið, er að skoðanakannanir sem flokkurinn sveiflast um hafa verið neikvæðar.

Ljósið í myrkrinu ef marka má varaformann Samfylkingarinnar í viðtali á Stöð 2, hefur verið mikilhæf frammistaða Jóns Gnarrs í stóli borgarstjóra. Eftir viðtal Brynju Þorgeirsdóttur á RÚV í kvöld þá er mér sem áður hulin ráðgáta, hvað það er sem Samfylkingin heldur vart vatni yfir í hrifningu sinni við stjórn Jóns Gnarrs á Höfuðborginni.  Í viðtalinu við Jón Gnarr kom skýrt fram að hann teldi sig ekki valda starfinu einn og hefði þess vegna ákveðið að ráða Regínu Ásvaldsdóttur skrifstofustjóra sér við hlið.  Ég kannast ágætlega við Regínu en hún var félagsráðgjafi hér á Sauðárkróki um skeið og veit að hún er mjög vel meinandi. Eitt er víst að það hefur verið Regínu mjög á móti að taka við svo valdamiklu embætti án auglýsingar en hún lagði á sínum tíma mjög hart að fyrrverandi borgarstjóra að ráða ekki miðborgarstjóra nema að starfið yrði auglýst fyrst.  Hún hefur því án efa ekki fallist á að taka við starfi nokkurs konar aðstoðar borgarstjóra nema eftir talsverða eftirgangsmuni.

Eins og áður segir botna ég lítið í hrifningu Dags B. Eggertssonar á afrekum Jóns Gnarrs sem er nýbyrjaður en gæti þess vegna átt eftir að gera betur og ná einhverjum tökum á starfinu.

Það skyldi þó aldrei vera að einlæg gleði Dags stafi af því að sjái borgarstjórastólinn fyrir sér í hillingum.


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband