Leita í fréttum mbl.is

Þingið sem minnihlutinn kaus

Spennandi verður að fylgjast með störfum og afdrifum tillagna stjórnlagaþingsins. Nýstárlegt fyrirkomulag kosninganna með kostum sínum og göllum er í raun bein afleiðing af kreppu íslenskra stjórnmála. Fjórflokknum sem strandaði þjóðarskútunni hefur verið fyrirmunað að breyta stjórnarskránni að einhverju marki og sömuleiðis hefur hann togað og teygt skýr ákvæði eftir hentugleik, s.s. um málskotsrétt forsetans. Vissulega er það djarft að vera með tilraunastarfsemi í kosningum sem snúast um stjórnarskrá sem setur ríkisvaldinu mörk, skiptir því á milli valdastofnana, útbýr leikreglur um hvernig það skiptir um hendur en pattstaða fjórflokksins og hrunið bjó til þessa stöðu. 

Ég er ekki viss um að yfirvofandi verkefni hafi verið kjósendum ofarlega í huga þegar þeir kusu á þingið. Ég get t.d. ekki séð að Vilhjálmur Þorsteinsson, viðskiptafélagi Björgólfs Thors og baráttumaður fyrir greiðslu Icesave, eigi mikið erindi í þá vinnu.

Ég bind vonir við að stjórnlagaþingið skili jákvæðu framlagi í miðjum ruglanda og spillingu íslensks banka- og stjórnmálakerfis.

Forgangsverkefni stjórnlagaþingsins sem minnihlutinn kaus hlýtur að vera að afla sér trausts hjá miklum meirihluta þjóðarinnar og sömuleiðis tillögum sínum fylgis. 


mbl.is Íris Lind var næst inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband