Leita í fréttum mbl.is

Stríð sem byggir á þvælu

Evrópusambandið hefur haft í hótunum við Íslendinga vegna deilna um veiðar makríl. María Damanaki sjávarútvegsstjóri hefur haft í hótunum við Íslendinga og sagt þá ásamt Færeyingum bera ábyrgð á því að veiðin fari fram úr vísindaráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknarráðsins (ICES) með meintri hættu fyrir makrílstofninn.

Evrópusambandið byggir málflutning sinn og röksemdir algerlega á ráðgjöf ICES.  Nú er það svo að Evrópusambandið og sérstaklega Bretar ættu að vita manna best að ráðgjöf ICES er ekki upp á marga fiska enda gengur hún í berhögg við viðtekna vistfræði.  Það er auðvitað fáheyrð vitleysa hjá ICES að horfa á hverja fisktegund fyrir sig og halda því fram að hún lifi sjálfstæðu lífi í samræmi við Excel útreikninga og það án þess að nokkuð tillit sé tekið til annarra fisktegunda sem hún er í samkeppni við um fæðu eða þá fæðuframboðs.
Ráðgjöf ICES  gengur meira og minna út á að veiða minna til að geta veitt meira seinna en gallinn er að þetta seinna kemur ekki og meintur ofveiðivandi vex eftir því sem fiskveiðiflotinn minnkar!
Það ætti að vera algerlega augljóst að ráðgjöf ICES við nýtingu á uppsjávarstofnum í Atlantshafinu hefur reynst kolröng.  Á síðustu árum hefur verið farið eftir ráðgjöf ICES við nýtingu á loðnustofninum, kolmunastofninum og norsk íslenska síldarstofninum.  Allir þessir stofnar þar sem farið hefur verið í einu og öllu eftir ráðgjöfinni eru í mikilli lægð.  Makríllinn er hins vegar í gríðarlegri uppsveiflu þrátt fyrir að veitt hafi verið vel ríflega umfram ráðgjöf ICES.  Þetta segir í raun allt sem segja þarf um áreiðanleika aðferða ICES. 
Stofnstæðrarmælingar fiskistofna eru almennt mörgum óvissuþáttum háðar s.s. ákvörðun náttúrulegs dauða og eðlilegt að efast um áreiðanleika niðurstöður  stofnmælinga. Reyndar er það svo að stofnstærðarmælingar á makríl eru enn meiri óvissu háðar en á öðrum uppsjávarfiskum þar sem að hann hefur ekki sundmaga og sést mjög illa á bergmálsleitartækjum.  Stofnstærðarmælingar á makríl byggja meira og minna á vafasömum mælingum á hrygningarstofni makrílsins út frá fjölda eggja fisksins í svifi sem gerðar eru vel að merkja á þriggja ára fresti!
Umræða þingmanna um makrílinn hefur verið mjög kúnstug en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gaf fiskinum nýlega íslenskan ríkisborgarétt á meðan einn af reyndari þingmönnum þjóðarinnar lýsti því yfir að fiskurinn væri rotta hafsins.  Almenn trú virðist vera á því að nauðsynlegt sé að veiða verði makrílinn í miklum mæli vegna þess að hann éti í gríð og erg frá og lundanum öðrum nytjastofnum.  Séð er ofsjónum yfir öllu því sem makríllinn hámar í sig á sama tíma og almenn gleði ríkir yfir því þegar þorskurinn og ýsan kemst í nákvæmlega sama æti s,s, sandsílið.  Sú spurning er verðug hvers vegna makrílrökin gilda ekki þegar ákveða þarf að auka þorskveiðar eða ýsuveiðar við strendur landsins?  Íslensk stjórnvöld eru í þeirri stöðu að ekki er með nokkru móti verjanlegt að halda áfram í blindni með veiðiráðgjöf sem byggir á einfaldri reiknisfiskifræði og hvað þá að standa í deilum við Evrópusambandið sem grundvallast meira og minna á algjöri þvælu.   

A battle built on bullshit - Grein í Fishing News

Influential Conservative MEP Struan Stevenson has built himself a strong reputation for taking up arms on behalf of the fishing industry and British fishermen. As part of his support for British fishermen, he has fought a tough battle against allowing Iceland and our neighbours in the Faroe Islands to exploit stocks of mackerel that are present in our waters in huge amounts.

Struan Stevenson bases his arguments entirely on ICES advice. British fishermen should know better than anyone else that ICES advice isn’t worth much, especially as it breaks all the rules of accepted ecological principles.

It is entirely ridiculous that ICES should treat each species as a separate entity, as if each species lives a life separate that fits comfortably onto an Excel spreadsheet, without taking into consideration that each species competes with others either for fed or as feed for other species.

ICES advice is based on the dogma that we should catch less so as to be able to catch more later. The problem is ‘later’ never comes and the overfishing myth becomes more pressing as the fishing fleet becomes smaller.

It should be obvious to any thinking fisherman that ICES advice on the exploitation of pelagic species in the North Atlantic is entirely wrong.

In recent years, ICES advice on fishing for capelin, blue whiting and Atlanto-Scandian herring have been followed. All
of these stocks that have been fished according to the advice are now at a low point
On the other hand, mackerel is showing a vigorous growth, in spite of having been fished significantly beyond ICES
recommendations. This tells us everything we need to know about the reliability of the methodology used by ICES.
The stock assessment methods used by fisheries directorates are generally subject to considerable margins of error,
such as the difficulties of establishing a true rate of natural mortality. This means that there should be significant doubts about the validity of stock assessment results.
In fact, assessment of mackerel is even less reliable than other species as it has no swim bladder and therefore is
extremely difficult to locate using acoustic methods.
Stock assessment of mackerel is based largely on doubtful surveys of the mackerel spawning stock, made on the basis of
a survey every three years to examine the amount of drifting mackerel eggs.
If Struan Stevenson wants to see some real progress on behalf of Scottish fishermen, then he might be better off
demanding a thorough audit of ICES recommendations – and put aside, at least for the moment, the dispute that is based on complete bullshit from ICES.
 

Bloggfærslur 17. október 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband