Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að taka á fjárglæframönnunum

Það er vaxandi skilningur á málstað og stöðu Íslands eftir að forsetinn hefur flutt mál sitt óhikað og af festu. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin hefur haldið svo illa á málum er sú að margir innanbúðarmenn tengjast málum með beinum hætti, blekkingarleik stjórnvalda á fyrri stigum þar sem verið er að breiða yfir stöðuna, og svo að margir áhrifamenn í stjórnmálum hafa verið á fóðrum hjá fjárglæframönnunum.

Við þurfum að fara yfir veikleikana í okkar stöðu sem eru augljóslega að ef umheimurinn á að sýna okkur skilning verðum við að taka á fjárglæframönnunum sem hafa komið þjóðinni í koll, hvort sem það eru Björgólfur Thor með Icesave, Illugi Gunnarsson með Sjóð 9, þeir sem fóru með tryggingasjóð Sjóvár og Milestone svo einhver dæmi séu nefnd.

Það gengur ekki heldur upp að Samfylkingin ætli að halda áfram að skipa í áhrifastöður innan bankakerfisins fólk sem hefur óhreint mjög í pokahorninu, s.s. nýr forstjóri Bankasýslunnar og nýr stjórnarformaður Íslandsbanka

Ég hef aldrei verið talsmaður harðra refsinga en það gengur ekki að ætlast til þess að okkur verði sýndur einhver skilningur ef hér er ekki augljóst réttarríki.


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband