Leita í fréttum mbl.is

Rakarinn í Seðlabankanum

Samfylkingin rak þann billega áróður að allt myndi lagast í efnahagsmálum þjóðarinnar ef bara Davíð yrði rekinn og sótt yrði um aðild að ESB.

Það breyttist hins vegar ekkert við það að Samfylkingin fékk sinn mann í bankann og að Össur skytist með hraði með umsóknina. Það sem helst var sett út á Davíð var að hann væri í pólitík og þess vegna ekki trúverðugur og sömuleiðis hávaxtastefna hans. Már hélt áfram með hina háu vexti Davíðs og kenndi lengi vel AGS um og nú er hann kominn með fram á varirnar flokkspólitískar yfirlýsingar sem eru svo afgerandi að Davíð Oddsson hætti sér aldrei út í þvílíkar sendingar. Ég minnist þess a.m.k. ekki að fyrrverandi seðlabankastjóri hafi með yfirlýsingum reynt að hafa bein áhrif á kosningaúrslit.

Már Guðmundsson gerir því skóna að það sem valdi gífurlegri óvissu sé óleyst Icesave-deila, að hana þurfi að leysa í sátt við umheiminn og þess vegna sé efnahagslífið í óvissu. Ég er sannfærður um að ef við förum í þá vegferð að ætla að halda áfram að rétta fjárglæframönnunum sem hafa staðið í blekkingum og svikum, ekki bara gagnvart íslenskum almenningi heldur fólki víða um heim, öll fyrirtæki og gefa þeim sérstaka afslætti og fyrirgreiðslu eftir að allt hefur hrunið yfir hausinn á þjóðinni sé það miklu fremur fallið til þess að valda okkur fáheyrðum álitshnekki. Það öðru fremur gerir okkur ómarktæk.

Öll upplýsingagjöf frá Seðlabankanum er í skötulíki. Bankinn greinir ekki lengur skilmerkilega frá því hverjar erlendar skuldir þjóðarinnar eru. Það ætti að vera lítið mál fyrir bankann að taka saman skuldir opinberra fyrirtækja, sem sagt ríkis og sveitarfélaga, sem eru lykilupplýsingar til þess að meta hvort þjóðfélagið ræður við núverandi skuldabagga. Samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS er mjög langt í land með að til verði erlendur gjaldeyrir í landinu til að standa undir vaxtagreiðslum af erlendum lánum.

Seðlabankastjóri virðist leggja miklu meiri áherslu á rakstur og snyrtingu tveggja þjóðkunnra herramanna sem hafa orðið fyrir barðinu á hávaxtastefnu Davíðs og Más en að gefa þjóðinni sannar upplýsingar um stöðu efnahagsmála.


Bloggfærslur 29. janúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband