Leita í fréttum mbl.is

Utanþingsstjórn og Gylfi Magnússon

Ýmsir málsmetandi menn hafa talið vænlegt að skipa utanþingsstjórn til að losna úr viðjum  samsúrsaðra hagsmunatengsla fjórflokksins, hagsmunasamtaka og fjárglæframannanna.

Ef litið er til starfa þess ráðherra sem kemur utan þings og stjórnsýslu og bundnar voru miklar vonir við, þ.e. Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra, sem fór mikinn á Austurvelli í fyrra fara að renna á mann tvær grímur um hvort vert sé að fjölga utanþingsráðherrum.

Gylfi hefur ítrekað gefið þjóðinni mjög villandi upplýsingar um skuldastöðu þjóðarinnar, það er ekki nóg með að kúlulánið hafi haldið áfram að stjórna bönkunum heldur hefur hann ráðið kúlulánaprinsessu til að taka að sér forstjórastarf í Bankasýslu ríkisins. Gylfi toppaði með því að segja nánast við þjóðkjörinn þingmann að honum kæmist varla við hver skuldastaða útgerðarinnar væri og hvernig unnið væri með skuldir hennar í bönkunum. 

Það er átakanlegt að Gylfi skuli hafa tekið afstöðu með sérhagsmunahóp sem stendur í því að hóta þjóðinni ef hann fær ekki að halda áfram með kerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.

Kannski er maður að dæma Gylfa og mögulega utanþingsstjórn of hart, kannski situr hann bara í ríkisstjórn fyrir náð og miskunn Icesave-ráðherrans.


Bloggfærslur 14. janúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband