Leita í fréttum mbl.is

Varaformaður ESB samninganefndarinnar ósátt við ákvörðun Ólafs Ragnars

Björg Thorarensen, virðist gjarnan grípa til þess að segja að ákvarðanir séu ekki nægjanlega skýrar þegar hún er eitthvað ósátt við þær. Það skein í gegnum fréttir frá málþingi um málskotsrétt forseta Íslands að Björg er mjög ósátt við þá ákvörðun forsetans að vísa  Icesave-máli Samfylkingarinnar til þjóðarinnar. Á málþinginu  sagði hún 26 grein stjórnarskrárinnar vera óskýra, ófullkomna og illa útfærða.

Þetta er nákvæmlega sami málflutningur og Björg greip til þegar hún var ósátt við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, á dómi sem eiginmaður Bjargar Thorarensen felldi í máli þeirra Armar Snævars Sveinssonar og Erlings Sveins Haraldsonar þegar þeir voru dæmdir fyrir brot á illræmdum kvótalögum.

Íslenska ríkið hefur ekki enn séð sóma sinn í því að fara að áliti Mannréttindanefndar SÞ og hef ég ekki heyrt betur en að Björg Thorarensen sé nokkuð sátt við að mannréttindabrot stjórnvalda sé haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.


Bloggfærslur 13. janúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband